viernes, 6 de abril de 2007

Lesendur afsaki thá spaenskukennslu sem sídasta faersla var, en helmingur hennar birtist nú í thýdingu.

Tímabundnu 'beatus ille' kommúnurnar mínar

Síðustu 2 ½ ár hef ég búið í meira eða minna sjö húsum, að meðtöldu því sem við flytjum bráðlega í, og hafa fjögur þeirra verið í Barcelona. Borgin er ansi stór og íbúarnir hrikalega háðir almenningssamgöngum, en mér hefur tekist að sniðganga þær og fer allra minna ferða fótgangandi eða á hjóli. Hef ég ekki tekið metró-lestina oftar en tíu sinnum allan þennan tíma.

Ég hef alltaf búið í gamla bænum, sem því miður er sá ‘túristavænsti’ en vissulega einnig sá þar sem minnstrar mengunar gaetir. Það heyrir til undantekninga að ég sjái bíl og svo fáar umferðargötur ‘krossa’ ég allajafna, að þegar ég kom aftur heim eftir námsdvöl mína í Lundúnum þurfti ég nokkra mánuði til að venjast því að bílarnir koma frá vinstri, enda hef ég svo til eingöngu reynslu af göngugötum hér.

5 comentarios:

Anónimo dijo...

Sæll Magnús

Ég skil þig ótrúlega vel - ég þoli ekki strætó og lestar ! Maður þarf alltaf að bíða eftir þeim og svo eru einhverjir perrar að klína sér utan í mann. Þess vegna valdi ég mér einmitt stúdentagarð í Vaasa(Finnland) þar sem ég get hjólað í vinnuna !

Ps. Hvernig gengur að spila Trival á spænsku ?

Anónimo dijo...

Gleðilega páska og Happy Easter!

I'm relieved that a translation found its way to your blog, the only thing I understood in the previous post was "y", which I have come to learn means "and" :)

Magnús, viltu skila því til Laíu að ég fékk vatn í munninn þegar ég las um matargerð heimilisins.

Bestu kveðjur frá Íslandi, ég hlakka til að lesa meira!

- Ásdís Eir

Anónimo dijo...

hola amigo y amiga!

aquí llueve.

estoy en ODDI, haciendo un ensayo sobre mujeres inmigrantes en españa. he tenido que investigar datos del ministerio de trabajo y asuntos sociales, y leer un papel del INE. todo muy interesante.

pero cómo va con la mudanza? estáis ya en el piso nuevo?

færslu, por favor sobre todo esto :)

besos,
sunna.

Anónimo dijo...

Hæ Maggi og gleðilega páska.
Setjiði nú endilega inn myndir, það er svo gaman :)
kv.
Helga

Anónimo dijo...

Hola chicos, ya veo que desayunais bien aunque sabemos que en casa teneis compota de melocotón, ¿o es que ya se la ha comido Magnus?, un abrazo y muchos besos.