Hola/Wola
Heimilislífid: Okkur Laíu hefur verid falid ad sjá um gulbrondottan (gulbrundóttan, eben) fresskott, Misifú ad nafni, á medan eigendurnir (kaerustuparid Juande og Guillem) hvíla sig á Barcelóna yfir páskana. Kotturinn matast sama og ekkert hjá okkur en thykir thó vaent um thegar ég gauka ad honum hardfiskbita - sá eini hér sudurfrá sem kann ad meta stífthurrkada ýsu. "It's a bit dry", sagdi Javi, samleigjandi Laíu hér á Carrer del Vidre, thegar ég baud honum ad smakka, og rauk í 5 lítra vatnsdunkinn sinn. Eitt af mínum fyrstu verkum eftir ad ég tók upp úr ferdatoskunni var ad bjóda Laíu ad smakka. Núna bidur hún mig vinsamlegast ad beina thessum hryllingi frá sér thegar ég opna pokann og lyktin gýs upp. -- Misifú kom á heimilid sama dag og Grímur bródir eignadist Arndísi Áslaugu sína.
Umhverfid: Carrer del Vidre er skuggalegt straeti í gamla baenum. Á gotuhorninu standa idulega tveir til thrír logregluthjónar vaktina og á kvoldin stíflum vid eyrun med eyrnatoppum til ad festa svefn í hávadanum sem berst af gotunni. Carrer del Ample, thangad sem vid Laía flytjum á allranaestu dogum, er thó ollu hljódlegri gata. Thadan er hofnin rétt handan vid hornid, og strondin í 10 mínútna hlaupafaeri. Mér hefur thó verid rádlagt frá thví ad stunda sjóbod. Innfaeddir segja ad hér sé Midjardarhafid baedi kalt og skítugt. Midad vid hvad veit ég ekki, thví ekki er thad kalt midad vid Atlantshafid útifyrir Gróttu, og ekki skítugt midad vid vatnid í almenningsgardinum í Potsdam sem ég mé í (og synti, innanum menn og dýr - hvorutveggja án klaeda). Thegar hitastigid skrídur upp í 20 grádur verd ég thví fyrstur manna til ad stinga mér til sunds.
(meira sídar...)
domingo, 1 de abril de 2007
Suscribirse a:
Enviar comentarios (Atom)
No hay comentarios:
Publicar un comentario