Vid Laía hofum ad mestu komid okkur fyrir núna. Innra herbergid nýtist sem svefnherbergi, bordstofa og afslappelsislókúm. Handan veggjarins (sem reistur var á tveimur dogum af hradvirkum spaenskum hondum) er vinnuherbergid og bókasafnid okkar. Thad stendur svo til autt, enda mitt samkvaemt munnlegu samkomulagi. Handan veggjarins er hins vegar allt á tjá og tundri.
Foreldrar Laíu komu í heimsókn og voru yfir helgina. Var thad ánaegjulegt í alla stad. Ég hljóp nidur stigaganginn ad fagna theim thegar vid heyrdum í theim erfida upp til okkar á hanabjálkann og baud fram hjálp mína ad bera farangurinn: ayudo, ayudo. Thau komu reyndar faerandi hendi, med alls konar saetindi (dulces) og saltindi (salados) ad borda. Og ekki nóg med thad, thá var mér einnig faert keltneskt hálsmen úr dýrindis silfri sem fodurbródir Laíu smídadi mér. Ég geng thví um gotur Barcelónu med hálsmen og sí-síkkandi hár sem er hársbreidd frá thví ad duga í tagl.
Í kvold aetlum vid ad ílengjast hér upp í skóla - ég ad horfa á sjónvarpid (A.C. Milan contra Man.Utd.) og Laía haciendo deberes. Annars er thetta vodalegur unglingaskóli, uppfullur af skríkjandi smástelpum. Og karlpeningurinn mestallur blístrandi ofugur, theirra á medal eini afgreidslumadur kaffíteríu skólans sem laetur ekkert taekifaeri sér úr greipum ganga ad kasta á mig kvedju. Ótharft ad taka fram ad ég hef neydst til ad leita annad thegar mig svengir og thyrstir hér sudurfrá.
Thá hef ég lokid mér af med Ezra Pound í bili, og sendi ég hann heim fyrr í dag at hitta dr. ÁE á milli bleyjuskipta.
Og mikils lifandi skelfingar óskop sem evran laekkar.
miércoles, 2 de mayo de 2007
Suscribirse a:
Enviar comentarios (Atom)
6 comentarios:
Mikið skil ég þig kæri bróðir. Ég var á gangi að stiganum í bókasafninu í skólanum í síðustu viku þegar ég finn að ungur maður snýr sér við, þegar hann sér mig, og heldur í humátt á eftir mér. Ég læt sem ég taki ekki eftir honum, nema hvað þá kallar kauði: "Can I have your phonenumber?" Ég setti upp þann mesta drápssvip sem ég á til og spurði: "Why?" Kauði svarar: "Maybe we can have a cup of coffey or something?" Ég herti á drápssvipnum, svo loks stundi greyið: "Well, if you're not interested...". Ég snerist á hæl og strunsaði burt. Það versta er að nú sé ég hann í hverju horni, ég nefnilega man ómögulega hvernig hann lítur út. En svona er þetta bara, maður hefur litla stjórn á allri þessari útgeislun.
Innilega til hamingju með Pound, styrkinn og annað. Hlakka til að sjá ykkur.
Kv. G.
drápssvipinn sem thú drapst rjúpuna med?
hjartans kvedjur
Ég á við sama vandamál að stríða, strákarnir hérna láta mig ekki í friði, ég held að þetta sé hreimurinn kæru bræður.
Þetta eru ekki fordómar en mér líst vel á að þú hafir fundið þér streit stað til að nærast á. Voru þetta hendur Laíu? Ef svo er þá set ég niður kartöflur 17. júní. Auka hendur eru alltaf vel þegnar. Fæ ég svar, já eða nei. Ég skil áður en skellur í tönnum.
Kveðja,
pabbi
¿Qué?
Fengum sjópakkann í gaer. Vakti mikla lukku. Kaerar thakkir.
Já pabbi minn, pakkinn minn kom í gær eftir að hafa verið 10 vikur á leiðinni, kannski að við reynum flugpóst næst :)
Knús
Publicar un comentario